Velferðarnefnd 16.05.17

30. fundar velferðarnefndar Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 16. maí í fundarsal bæjarskrifstofu klukkan 16.15.

Mætt : Svava Lárusdóttir formaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur varaformanns, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

 

Fundarefni :

 

1. Frístundanámskeið 2017

Aðeins ein umsókn barst, frá listadeild Seyðisfjarðarskóla. Lögð fram drög að samningi við listadeild. Þjónustufulltrúi tekur að sér að klára málið.

Vikuna 17.-21. júlí verður haldið námskeið á vegum listadeildar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Fengist verður við sköpun út frá nokkrum sjónarhornum. Sköpun verður til umræðu í kringum öll verkefni og verður sú umræða notuð sem útgangspunktur í vinnu hópsins.“

 

2. Drög að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða

Velferðarnefnd gerir athugasemd við 3. gr í drögum að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða og leggur til eftirfarandi breytingartillögu :

„Bæjarstjórn semur og samþykkir reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög og afgreiðir tillögur bæjarráðs um veitingu einstakra stofnframlaga, tillögum skal fylgja staðfesting um fjárheimildir fyrir þeim.
Bæjarráð, auk fulltrúa félagsþjónustunnar, fer yfir umsóknir og gerir tillögur til bæjarstjóra um afgreiðslu þeirra á grundvelli laga nr.  52/2016 um almennar íbúðir, reglugerðar nr. 555/2016 og reglna þessara.
Bæjarstjóra er heimilt að leita faglegrar ráðgjafar eða álits innan eða utan kaupstaðarins á umsóknum og tillögum.“

3. Forvarnir – umferðaröryggi

Erindi hafa borist nefndinni frá áhyggjufullum bæjarbúum vegna hraðaksturs innan bæjarmarka. Velferðarnefnd tekur undir þessar áhyggjur. Umræður m.a. í tengslum við heilsueflandi samfélag og forvarnir.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði leiða til að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi vegfarenda. Einnig að yfirfarnar verði umferðarmerkingar, svo sem gangbrautir og skilti.“

 

4. Move Week

Þjónustufulltrúi segir frá dagskrá hreyfiviku sem verður 29. maí til 4. júní nk. Drög að dagskrá eru komin á vefinn og hana má finna á slóðinni : http://moveweek.eu/events/2017/iceland og fésbókarsíðu Seyðisfjarðar. Margt spennandi í boði.

 

5. Lagt fram til umsagnar:

a) Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021, 434. mál. „Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.“

b) Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. „Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.“

c) Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál. „Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.“

d) Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. „Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.“

e) Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. „Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.“

 

6. Næsti fundur 

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 13. júní.

 

Fundi slitið kl. 17.21.