Velferðarnefnd 17.05.16
21. fundur velferðarnefndar Seyðisfjarðar
Fundur haldinn þriðjudaginn 17. maí í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.
Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Arna Magnúsdóttir, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.
Mætt vegna liðar 1 a) - Elva Ásgeirsdóttir, fulltrúi frá stjórn foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla.
Mætt vegna liðar 2 - Fulltrúar frá UÍA.
Fundarefni :
1. Málefni íþróttamannvirkja
a) Sparkvöllur
Elva Ásgeirsdóttir mætir fyrir hönd foreldrafélagsins. Umræður um dekkjakurl og umhirðu sparkvallar.
„Velferðarnefnd óskar eftir upplýsingum frá bæjarverkstjóra varðandi viðhaldsmál á sparkvelli og hvernig þeim hefur verið háttað.“
2. Kynning á starfsemi UÍA
Hildur Bergsdóttir, framkvæmdarstýra og Elsa Guðný Björgvinsdóttir, varaformaður ÚÍA mættu á fundinn og kynntu sögu og hlutverk ÚÍA.
3. Hreyfivika 23.-29. maí
Forvarnarfulltrúi kynnir fyrirhugaða dagskrá Hreyfiviku.
„Velferðarnefnd hvetur Seyðfirðinga til að taka þátt í viðburðum Hreyfiviku.“
4. Til kynningar :
a) 728. mál frá nefndarsviði Alþingis. Kynnt.
5. Leikjanámskeið Hugins
„Samkvæmt upplýsingum frá formanni Hugins telur aðalstjórn félagsins ólíklegt að grundvöllur sé fyrir því að halda leikjanámskeið í sumar. Íþróttafélagið Huginn mun halda úti æfingum í sundi og frjálsum. Knattspyrnudeild Hugins mun sjá um æfingar í knattspyrnu.“
6. Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 21. júní
Fundi slitið kl. 18.17