Velferðarnefnd 17.10.17
34. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar
Fundur haldinn þriðjudaginn 17. október í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.
Mætt; Svava Lárusdóttir formaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir í stað Sigurveigar Gísladóttur varaformanns, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. Arna Magnúsdóttir mætti ekki.
Mætt vegna liðar 1; Aðilar máls og Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.
Mætt vegna liðar 2; Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.
Mætt vegna liðar 3; Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi.
Fundarefni :
1. Málefni fatlaðra
Umræður. Þjónustufulltrúi tekur að sér að fylgja umræðum eftir.
2. Sparkvöllur
„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir fjármagni í nauðsynlegar endurbætur og viðhald á sparkvelli í fjárhagsáætlun fyrir 2018.“
3. Starfsáætlanir stofnana
a. Íþróttamiðstöð
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsáætlunina en leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir óskertum opnunartíma sumarið 2018.
b. Sundhöll
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsáætlunina en telur þörf á að gera ráð fyrir auknum opnunartíma sumarið 2018 í fjárhagsáætlun. Meðal annars m.t.t. aukins ferðamannastraums í bæinn og almennt aukins þjónustustigs í heilsueflandi samfélagi.
c. Félagsmiðstöð
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsáætlunina, þó ákveðin vonbrigði séu að ekki hafi náðst að manna félagsmiðstöð.
d. Þjónustufulltrúi
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsáætlunina
„Velferðarnefnd vísar ofangreindum starfsáætlunum, ásamt athugasemdum, til umfjöllunar í bæjarráði.“
3. Erindisbréf velferðarnefndar
Umræður.
4. Erindi sem borist hafa
a. Leiðbeinandi reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis, drög til umsagnar. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar.
b. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra. Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 18.00