Velferðarnefnd 19.04.16

20. fundur velferðarnefndar Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 19. apríl í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15. Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. Arna Magnúsdóttir mætti seint vegna annarra starfa.

Fundarefni :

1. Málefni Íþróttamannvirkja

1.1Íþróttamiðstöð

Umræður.

1.2 Sundhöll

Umræður. Skv. upplýsingum frá forstöðumanni eru vonir til að sundhöllin opni í næstu viku.

 

2. Læknisþjónusta á Seyðisfirði sumarið 2016

Umræður.

Skv. upplýsingum HSA er ekki búið að tryggja afleysingu læknis í sumar og óljóst hversu mikil afleysing verður fyrir fastalækni á dagvinnutíma heilsugæslunnar á Seyðisfirði. Áætlað er að sameiginleg vaktþjónusta læknis fyrir þjónustusvæði Egilsstaða og Seyðisfjarðar verði frá 1. júní til 18. september 2016.

„Velferðarnefnd harmar þá þjónustuskerðingu, sem orðið hefur síðastliðin sumur, sem er ekki í samræmi við aukningu ferðamanna á þessu tímabili. Velferðarnefnd leggur til að bæjarráð beiti sér fyrir því að þjónustuskerðing verði ekki meiri en nú þegar er orðin.“

 

3. Sumarnámskeið 2016

Undir þessum lið mætti Billa Árnadóttir, gjaldkeri aðalstjórnar Hugins. Umræður um fyrirhuguð sumarnámskeið á vegum Hugins. Formaður tekur að sér að fylgja eftir samningsgerð við Huginn, um sumarnámskeið 2016.

 

4. Jafnréttismál

4.1 Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2016. Umræður. Kynnt. 

 

5. Ungmennaráð

5.1 Fundargerð 03.04.16

Umræður. Kynnt.

 

6. Lagt fram til kynningar

6.1. Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt fram til kynningar.

6.2 Reglur um félagslega liðveislu. Lagt fram til kynningar.

6.3 Ferli fjárhagsáætlunar SFK 2017-2020. Lagt fram til kynningar.

 

7. Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 17. maí.

 

Fundi slitið kl. 17.57.