Velferðarnefnd 19.09.17

33. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 19. september 2017 í fundarsal á bæjarskrifstofu klukkan 16.15.

Mætt á fundinn: Svava Lárusdóttir formaður, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. Sigurveig Gísladóttir varaformaður boðaði forföll og varamaður fékkst ekki í hennar stað.

Boðuð á fundinn undir lið 1 : Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs.

 

Fundarefni :

1.Samningur um félagsþjónustu.

Félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs, Júlía Sæmundsdóttir, er boðin velkomin til starfa þegar hún kemur á fund nefndarinnar til að ræða samstarfið og samning sveitarfélaga við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Júlía reifar hugmyndir sínar um samstarf og sína sýn á vinnu í tengslum við barnaverndarmál. Umræður.

 

2. Fjárhagsáætlun

a. Starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar
Kynnt fyrir nefndinni.
b. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar
Kynnt fyrir nefndinni.
c. Starfsáætlun og áhersluatriði íþróttamiðstöðvar
Kynnt fyrir nefndinni.
d. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa
Kynnt fyrir nefndinni.
e. Áhersluatriði velferðarnefndar
Áhersluatriði nefndarinnar rædd. Formaður kynnir áhersluatriðin fyrir bæjarráði.

 

3. Eldri borgarar.
Stétt fyrir utan íbúðir eldri borgara til umræðu.

Formaður upplýsir nefndina um svör bæjarstjóra um fyrirhugaðar aðgerðir  við íbúðir aldraðra við Múlaveg 18-40.

 

4. Ályktun frá opnum fundi um ferðamál frá 24.08.17.
Ályktun kynnt fyrir nefndinni.

 

5. Sumarbúðir á Seyðisfirði 2018. Erindi frá Kóder, félagasamtökum sem hafa það að markmiði að kynna forritun fyrir börnum. Lagt fyrir nefndina.

„Velferðarnefnd fagnar öllu framboði á æskulýðs- og tómstundastarfi á Seyðisfirði og bendir bréfritara á umsóknarferli vegna sumarnámskeiða hjá kaupstaðnum.“

 

6. Garðarsvöllur.
Lagt fram til kynningar.

 

7. Næsti fundur áætlaður 17. október.

 

Fundi slitið kl. 18.23.