Velferðarnefnd 21.06.16

22. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 21. júní í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.

Mætt Sveinbjörn Orri Jóhannsson í stað Sigurveigar Gísladóttur varaformanns, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir (í fjarveru Svövu Lárusdóttur) og Eva Björk Jónudóttir.

Mætt vegna liða 1-3 Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi.

Fundarstjóri var Hrafnhildur Sigurðardóttir í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur.

 

Fundarefni :

 

1. Heilsueflandi samfélag.

Jónína Brá og Eva segja frá fyrirhugaðri vinnu við að leita leiða til að byggja upp heilsueflandi samfélag á Seyðisfirði.

Umræður.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Jónínu Brá og Evu og styður heilshugar við verkefnið.“

 

2. Námskeið fyrir börn. Jónína Brá kynnir samstarf við Skaftfell

Jónína Brá segir frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir börn á vegum Skaftfells, sem haldið verður í júlí. 

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með samstarfið við Skaftfell.“

 

3. Málefni íþróttamannvirkja

3.1. Sparkvöllur, viðhald.

Jónína Brá upplýsir nefndina um fyrirhugað viðhald á sparkvelli og leikvelli í sumar.

„Velferðarnefnd telur brýnt að þetta viðhald verði framkvæmt í sumar og fylgt eftir reglulega í framhaldinu.“

 

4. Fyrirspurn frá Skaftfelli um möguleika á niðurgreiðslu tómstunda barna í Seyðisfjarðarkaupstað 

Velferðarnefnd tekur undir fyrirspurn frá fræðslufulltrúa Skaftfells. Öll börn á Seyðisfirði eiga að hafa jafna möguleika til tómstundaiðkunar.

 

Velferðarnefnd vísar fyrirspurn um, möguleika á niðurgreiðslu tómstunda barna í Seyðisfjarðarkaupstað dagsettu 19. maí sl., til bæjarráðs.

 

5. Til umsagnar :

a.   Frá nefndarsviði  Alþingis 15.06.16. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til umsagnar. Kynnt.

b.  Frá Allsherjar og menntanefnd Alþingis 13.06.16 tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019. Kynnt.

 

6. Félagsleg heimilishjálp

Þjónustufulltrúi tilkynnir að búið sé að ráða starfsmann í 50% stöðugildi.

 

„Velferðarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna.“

 

7. Næsti fundur áætlaður 16. ágúst

 

Fundi slitið kl. 17.33.