Velferðarnefnd 21.11.17

35. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 21. nóvember í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.30.

Mætt : Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Mætt vegna liðar 1 og 2 Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi.

 

Fundarefni :

1. Íþróttafulltrúi

Dagný Erla Ómarsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið. Rætt um tengingu íþróttafulltrúa við velferðarnefnd.

 

2. Ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar
Dagný Erla Ómarsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið. Umræður um ungmennaráð.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi fái svigrúm til að endurvekja Ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar og samhliða því endurskoða erindisbréf ráðsins.“

 

3. Framkvæmda / fjárhagsáætlun  

„Velferðarnefnd óskar eftir við bæjarráð að fá upplýsingar um ef fyrirhugaðar breytingar verða á gjaldskrám er varða málaflokka nefndarinnar.“

 

„Velferðarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fá upplýsingar um framkvæmdaáætlun og forgangsröðun verkefna er varða málaflokka nefndarinnar.“

 

4. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á Fljótsdalshéraði gildi fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.“

5. Lagt fram til kynningar:

Breytingar á reglugerð 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

 

6. Næsti fundur 

Umræður um næsta fund.

 

Fundi slitið kl. 17: 37

Fundargerð á 2 bls.