Velferðarnefnd 22.08.17

32. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 22. ágúst í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.

Mætt á fundinn: Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Mætt:

-         vegna 1a) kl 16:15 Svandís Egilsdóttir

-         vegna liðar 1 b) kl. 16:45 Dagný Erla Ómarsdóttir, Brynjar Skúlason, Sveinn Ágúst Þórsson, Ólafía Þ. Stefánsdóttir og Bergþór Máni Stefánsson.

-         vegna liða c) og d) kl. 16:45 Dagný Erla Ómarsdóttir

-         vegna liðar 1c) kl. 17:15 Guðrún Kjartansdóttir

-         vegna liðar d) Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, boðaði forföll

-         vegna liðar 1e) kl. 18:15 Eva Björk Jónudóttir

-         Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, boðaði forföll.

 

Fundarefni :

1.Fjárhagsáætlun:

a. Starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar   

Umræður um starfsáætlun félagsmiðstöðvar og skipulag næsta vetrar.

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 8. september.

b. Fótboltavöllur við Garðarsveg

Umræður við stjórn knattspyrnudeildar um framtíð Garðarsvallar. Stjórn knattspyrnudeildar upplýsir velferðarnefnd um stöðu vallarmála. Völlurinn er með öllu ónóthæfur og eingöngu hefur verið hægt að spila einn leik þar í sumar. Þar af leiðandi er kostnaður meistaraflokks aukinn þar sem meðal annars þarf að borga leigu á völlum í öðrum bæjarfélögum, til æfinga og leikja.

Stjórnin bíður eftir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun frá bæjaryfirvöldum vegna endurnýjunar vallarins. Stjórnin hefur einnig lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur vallarins, með fjárstuðningi frá Seyðisfjarðarkaupstað, til að tryggja framtíð hans. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun er forsenda þess að næstu skref séu tekin.

Einnig er sagt frá barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar þar sem fram kom að knattspyrnuæfingar hafa verið gjaldfrjálsar það sem af er ári.

“Velferðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að kostnaðar- og framkvæmdaáætlun berist stjórn knattspyrnudeildar á næstu dögum. Þá leggur nefndin einnig til að gengið verði til samninga við stjórn knattspyrnudeildar um rekstur Garðarsvallar sem allra fyrst. Nefndin lýsir yfir ánægju með gjaldfrjálsar æfingar.”

c. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar

Umræður um starfsvetur sundhallarinnar.

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 8. september.

d. Starfsáætlun og áhersluatriði íþróttamiðstöðvar

Forstöðumaður boðaði forföll. Erindi frestað til næsta fundar.

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 8. september.

e. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Þjónustufulltrúi tekur að sér að boða nýjan félagsmálastjóra á Fljótsdalshéraði á næsta fund velferðarnefndar.

Velferðarnefnd óskar eftir því við forstöðumann að fá tilbúna fjárhags- og starfsáætlun fyrir 8. september.

f. Áhersluatriði velferðarnefndar

Áfram í vinnslu. Verður lokið fyrir næsta fund þann 19. september.

 

2. Eldri borgarar

Stétt fyrir utan íbúðir eldri borgara til umræðu.

Formaður tekur að sér að fylgja eftir umræðum um slæmt aðgengi fyrir utan húsnæði eldri borgara að Múlavegi 18-40.

 

3. Sumarbúðir á Seyðisfirði 2018

Erindi frá Kóder, félagasamtökum sem hafa það að markmiði að kynna forritun fyrir börnum lagt fyrir nefndina.

Frestað til næsta fundar.

 

4. Til umsagnar:

a. frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál

b. frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál.

 Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvörpin.

 

5. Næsti fundur 

Næsti fundur nefndarinnar áætlaður þriðjudaginn 19. september kl. 16:15.

 

Fundi slitið kl. 19:21.