Velferðarnefnd 23.02.16
18. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar
Fundur haldinn þriðjudaginn 23. febrúar í Gamla skóla klukkan 16:15.
Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.
Dagskrá
1. Málefni Íþróttamannvirkja
a. Íþróttamiðstöð
Umræður um viðmið vegna samningagerðar og afnota af líkamsræktarstöð Seyðisfjarðarkaupstaðar.
c. Sparkvöllur - dekkjakurl
Umræður um dekkjakurl. Formaður tekur að sér að kanna hvort hætta stafi af efninu.
2. Málefni félagsmiðstöðvar
Unglingar á leið á Samfés fyrstu helgina í mars. Stefnt að námskeiði í samstarfi við Kristján Loðmfjörð.
3. Jafnréttismál – fræðsla í grunnskóla
Jafnréttisfulltrúi og Arna Magnúsdóttir stefna á að skipuleggja fræðslu í skólanum, í samstarfi við skólastjórendur.
4. Ungmennaráð - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Umræður um Ungmennaráð. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði kynnt.
5. Málefni nýrra íbúa
Umræður um stefnu kaupstaðarins um málefni nýrra íbúa. Þjónustufulltrúi tekur að sér að kanna stöðu málsins.
6. Forvarnir.
Forvarnarfulltrúi upplýsir nefndina um dagskrána fram á vor. Samvinna er við Seyðisfjarðarskóla og félagsmiðstöðina Lindina. Von er að Orra Smárasyni sálfræðingi í mars. Einnig mun dr. Michael Clausen verða með fyrirlestur um áhrif mataræðis á hegðun.
„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með það sem er á döfinni í forvarnarmálum.“
7. Leiguíbúðir Seyðisfjarðarkaupstaðar. Drögum vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í nefndinni.
Umræður um drög að leiguíbúðum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Samþykkt að formaður og þjónustufulltrúi óski eftir fundi með bæjarstjóra.
8. Lagt fram til kynningar
- Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs - Lögð fram eftirfarandi gögn frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs til kynningar: Starfsáætlun fyrir árið 2016, gjaldskrá heimaþjónustu 2016, yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð aðildarsveitarfélaga, yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga í aðildarsveitarfélögunum fyrir árið 2015, upplýsingar um grunnfjárhæð framfærslustyrks fyrir árið 2016.
- Erindi frá heilsueflinganefnd Alcoa
„Velferðarnefnd lýst vel á verkefnið og leggur til að Seyðisfjarðarkaupstaður hafi frítt í sund á umræddum degi / tíma. Forvarnarfulltrúi tekur að sér að vera tengiliður verkefnisins.“
- Úrskurðarnefnd Velferðarmála – erindi frá Velferðarráðuneytinu
- Frá Tryggingastofnun - barnalífeyrir vegna náms/starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar.
- Frá Samgöngustofu – öryggi barna í bíl, niðurstöður könnunar.
- Frístund er okkar fag – skýrsla
9. Næsti fundur þriðjudaginn 22. mars kl. 16.15.
Fundi slitið kl. 17.54.