Velferðarnefnd 28.02.17

28. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 28. febrúar í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.

Mætt voru Sigurveig Gísladóttir varaformaður,  Rúnar Gunnarsson, Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur, Arna Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

 

Fundarefni :

 

1. Málefni íþróttamannvirkja og íþróttamála

a. Íþróttamiðstöð
Umræður.

b. Sundhöll
Sundhöll lokar 2. mars og verður lokuð í ca 4 vikur vegna viðhalds.

c. Samningur við Huginn
Umræður.

 

2. Styrkir fyrir tómstundanámskeið fyrir börn í vor/sumar

Umræður um tómstundanámskeið fyrir sumarið 2017.

Stefnt á að senda inn drög fyrir bæjarráð á næsta fundi.

 

„Velferðarnefnd óskar eftir því að formaður velferðarnefndar og þjónustufulltrúi fái leyfi til að ganga til samninga við væntanlega námskeiðshaldara.“

 

3. Jafnréttismál

a. Erindi um jafnréttisráðstefnu á Akureyri. Umræður.

b. Jafnréttisfræðsla í Seyðisfjarðarskóla. Stefnt er á að fá fræðslu í haust fyrir starfsfólk Seyðisfjarðarskóla, Arna og Eva fylgja málinu eftir í samvinnu við skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

  

4. Ungmennaráð

Umræður. Illa gengur að manna ungmennaráð. Velferðarnefnd heldur áfram að reyna að finna fulltrúa í ráðið, en eins og staðan er í dag liggur starfsemi ráðsins niðri.     

 

5. Til umsagnar

a. Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar. Kynnt.

b. Auglýst eftir efni um jafnrétti í skólastarfi. Kynnt og tekið til umræðu undir lið 3 a) um jafnréttismál. http://www.msha.is/is/radstefnur/vorradstefna-2017 umsóknarfrestur til 28.mars

 

6. Málefni fatlaðs fólks

„Sigurveig tekur að sér að senda bréf til starfsmanns félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs varðandi málefni fatlaðs fólks.“

 

7. Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 16:15.

 

Fundi slitið kl. 17:50.