Velferðarnefnd 30.08.16

23. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 30. ágúst 2016 í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.

Mætt á fundinn Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Sigurður O. Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur, Arna Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Að auki vegna 1 kl.16:15 Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri, vegna 1a: kl 16:15 Svandís Egilsdóttir, vegna 1c: kl.17:15 Kristín Klemensdóttir. Guðrún Kjartansdóttir boðaði forföll.

Fundarefni :

1.Fjárhagsáætlun:

a. Starfsáætlun og áhersluatriði félagsmiðstöðvar
Umræður. Forstöðumaður talar um óbreytta starfsemi frá því í fyrra. Nýr starfsmaður hefur verið ráðin, Sandra Mjöll Jónsdóttir.

b. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar

Forstöðumaður boðaði forföll, frestað til næsta fundar.

c. Starfsáætlun og áhersluatriði íþróttamiðstöðvar

Umræður. Forstöðumaður skilar inn starfsáætlun og fer yfir með nefndinni.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með starfsáætlunina.“

d. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Umræður. Þjónustufulltrúi leggur fyrir starfsáætlun og fer yfir með nefndinni.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með starfsáætlunina.“

e. Áhersluatriði velferðarnefndar

Frístundahópur mun hittast í viku 38 og setja niður dagsetningar á skipulögðu frístundastarfi barna fyrir skólaárið 2016-2017.
Sumar- og vornámskeið, umræður um skipulag fyrir næsta ár. Athuga nánari skipulagningu í samvinnu við atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa.
Umræður um að viðhaldi á leikvöllum sé mjög ábótavant.
Umræður um styrkveitingar hjá kaupstaðnum.

„Velferðarnefnd leggur til að fyrirkomulag um styrkveitingar hjá kaupstaðnum verði tekið til endurskoðunar. Lagt er til að þegar sótt er um styrki fylgi starfs- og fjárhagsáætlun / ársreikningur umsókn.“

 

2. Bréf frá Jónínu Brá um sparkvelli

Umræður. Bæjarstjóri fylgist með framgangi í dekkjakurlsmáli.

„Velferðarnefnd er sammála bæjarstjóra um mikilvægi þess að finna farsælustu lausnina til framtíðar.“

 

3. Jafnréttismál

3.1. Jafnréttisstefna Seyðisfjarðarkaupsstaðar

Jafnréttisfulltrúi og Arna Magnúsdóttir segja frá fyrirhugaðri vinnu varðandi jafnréttisfræðslu.

 

4. Til umsagnar:

a. frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga. Lagt fram.

b. Úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá SÞ. Lagt fram.

 

5. Heimilishjálp

Þjónustufulltrúi segir frá stöðu mála, sem því miður er slæm. Enginn starfsmaður er í heimilishjálp sem stendur.

 

6. Næsti fundur 20. september 2016

 

Fundi slitið kl. 18.44.