Velferðarnefnd 31.01.17

27. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 31. janúar í fundarsal íþróttamiðstöðvar klukkan 16.15.

Mætt á fundinn: Sigurveig Gísladóttir varaformaður,  Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Eva Björk Jónudóttir sem einnig ritar fundargerð. Dagný Ómarsdóttir sat einnig fundinn.

Fundarefni :

Stöðufundur

1. Málefni íþróttamannvirkja og íþróttamála

a. Íþróttamiðstöð. Umræður um íþróttamiðstöðina, m.a. um sumaropnun, geymslu fyrir þorrablótsteppi og fleira. Rúnar tekur að sér að kanna geymslu á teppum.

b. Sundhöll. Umræður um sundhöll, m.a. lokunartíma, viðhaldslista og fleira.

c. Íþróttamál. Umræður, m.a. frístundastyrki. Kannaður hefur verið möguleiki á frístundastyrkjum, en með tilliti til aðstæðna og gjalda á Seyðisfirði myndi slíkt etv hafa þau áhrif í för með sér að hækkanir yrðu á gjaldskrám.

d. Sparkvöllur. Umræður, m.a. um dekkjagúmmí og merkingar.

„Velferðarnefnd leggur til að bæjarráð, í samráði við íþróttafulltrúa, vinni að því að velja nýtt og hættuminna efni sem komið geti í staðinn fyrir dekkjakurl.“

e. Frístundadagatal. Umræður, en frístundadagatalið er því miður ekki að virka sem skyldi.

f. Samningur við Íþróttafélagið Huginn. Umræður. Dagný tekur að sér að fylgja eftir samningi milli kaupstaðarins og Hugins.

g. Skíðafélagið Stafdal. Dagný segir frá samráðsfundi kaupstaðarins og Skíðafélagsins Stafdal. Umræður.

 

2. Tómstunda-og eða leikjanámskeið fyrir börn.

Umræður. Þjónustufulltrúi tekur að sér að gera uppkast af kröfulýsingu fyrir námskeiðshaldara. Uppkastið mun svo vinnast í samvinnu við nefndina.

 

3. Málefni félagsmiðstöðvar. Umræður.

 

4. Jafnréttismál

a. Jafnréttisfræðsla. Arna tekur að sér að ákveða tíma með skólastjóra.
b. Fréttir af Þorrablóti.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá jafnréttislegu kosningu sem gildir fyrir formenn þorrablótsnefnda, að það séu karlar og konur til skiptis.“

c. Viðbragðsáætlun við kynferðislegri áreitni og einelti. Umræður.
d. Jafnréttisstefnur í einstökum stofnunum. Umræður.

 

5. Ungmennaráð. Sigurveig tekur að sér að kanna stöðu ungmennaráðs.

 

6. Erindi sem hafa borist.

a. Kvenfélagasamband Íslands, 87 ára 1. febrúar.

Erindi barst frá RÚV þess efnis að lesin yrði útvarpskveðja í tilefni afmælis Kvenfélagasambands Íslands. Velferðarnefnd leggur til að í staðinn verði sama upphæð færð Slysavarnardeildinni Rán með þakklæti fyrir vel unnin störf. Upphæðin verði tekin af lið jafnréttismála.

 

6. Málefni fatlaðra. Eva tekur að sér að kanna með að fá starfsmann félagsþjónustunnar á Fljótsdalshéraði á fund með velferðarnefnd.

 

7. Málefni eldri borgara. Umræður.

 

8. Heimilishjálp. Umræður.

 

9. Forvarnir. Umræður.

 

10. Næsti fundur.

Áætlaður þriðjudaginn 28. febrúar kl. 16:15.

 

Fundi slitið kl. 18.35.