Skipurit

Stjórnkerfi Seyðisfjarðarkaupstaðar er tvískipt. Annars vegar er um að ræða kjörna fulltrúa sem skipa bæjarstjórn, ráð og nefndir kaupstaðarins sem bæjarstjórn kýs til samkvæmt samþykkt um stjórn kaupstaðarins. Hins vegar er ráðnir stjórnendur kaupstaðarins sem fara með stjórn stofnana og deilda hans og heyra undir bæjarstjóra, sem ásamt bæjarráði fer með framkvæmdastjórn kaupstaðarins.

Hlutverk Seyðisfjarðarkaupstaðar er að vinna að hagsmunamálum íbúanna, veita góða þjónustu og nýta fjármuni kaupstaðarins sem best. Stjórnun og stjórnskipulag þarf fyrst og fremst að taka mið af heildarhagsmunum bæjarfélagsins og íbúum þess.