Aðventa, jól og áramót 2018 á Seyðisfirði

Innsent efni um viðburði, opnunartíma og aðra tilfallandi dagskrá fyrir desember : 


Björgunarsveitin Ísólfur

Opnunartími  flugeldasölu:

29.12.18       17:00 - 22:00
30.12.18       14:00 - 22:00
31.12.18        12:00 - 16:00

Þrettándasala:

06.01.19    14:00 – 18:00 


Félagsheimilið Herðubreið 

  • Spilakvöld alla föstudaga frá kl. 16:00 - seint, í boði Þengils og Óla
  • Jólamarkaður 2. desember frá kl. 14:00 -17:00
  • Jólatónleikar með Prins Póló (Jóló) og Benna Hemm Hemm 2. desember klukkan 17:00
  • Jólaleiksýning Leikfélags Seyðisfjarðar 8. desember
  • Samfélagsjóga á miðvikudögum kl. 19:00-20:00 og á sunnudögum kl. 10:00-11:00
  • Jólaball Lions 29. desember

Friðarganga á Þorláksmessu

Lagt af stað frá kirkjunni kl. 17:00. Gengið hring í kringum bæinn og komið aftur saman við kirkjuna. Þar hlýðum við saman á friðarhugvekju og syngjum saman nokkur lög. Hvetjum fólk til að mæta með gömlu kyndlana sína, það verður kyndlaolía á staðnum til áfyllingar.


Íþróttamiðstöð

Winking Santa GIF - Wink Santaemoji Santa GIFs

Opnunartímar yfir hátíðarnar :

Íþróttahúsið er lokað 24., 25. og 26. desember. Einnig er lokað á gamlársdag og nýjársdag.

Ath. opið fyrir jólaþrek.

 

Aðra daga er venjulegur opnunartími.


Jólaball Lions 

Hið árlega jólaball Lions verður haldið laugardaginn 29. desember klukkan 16 í Félagsheimilinu Herðubreið.


Jóla-kósístuð Seyðisfjarðarskóla

Fer fram fimmtudaginn 13. desember klukkan 17 í Rauða skóla. Piparkökur & kakó, jólalög, jólasöguupplestur, jólaföndur og margt fleira! 


Jólatónleikar listadeildar Seyðisfjarðarskóla

Verða haldnir miðvikudaginn 12. desember klukkan 18 í Seyðisfjarðarkirkju. Þar munu tónlistarmenn bæjarins stíga á stokk og flytja glæný jólalög og sígildar tónsmíðar. 


Jólatré

Tendrað verður á jólatrénu við Fossahlíð fimmtudaginn 13. desember kl. 16.15. 


Jólaþrek

Winking Santa GIF - Wink Santaemoji Santa GIFs

Í umsjón Dagnýjar Erlu og Evu Jónu. Verð 6000 krónur - stakur tími 2000kr. Skráning á fb.

23. desember kl. 11
27. desember kl. 17
29. desember kl. 11
31. desember kl. 11

Allir geta tekið þátt.


Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Að venju mun Rithöfundalestin ferðast um Austurland og að þessu sinni mun hún hefja ferðalagið sitt á Seyðisfirði í Herðubreið.

Rithöfundarnir sem fram koma eru Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristborg Bóel, Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Benný Sif Ísleifsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson ásamt nokkrum þátttakendum úr Skapandi skrifum hópnum undir leiðsögn Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo.


Seyðisfjarðarkirkja

2. desember 1. sunnudagur í aðventu :

Sunnudagskóli kl. 11. Kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Jólaleg stemming. Piparkökur og kaffi í safnaðarheimili eftir stundina. Umsjón Ísold Gná Ingvadóttir og aðstoðarleiðtogar. 

9. desember 2. sunnudagur í aðventu :

Kl. 11. Hátíðarsunnudagaskóli. Saga jólanna, kirkjubrúður og jólalög. Kakó og smákökur í safnaðarheimili eftir stundina. Umsjón Ísold Gná Ingvadóttir og aðstoðarleiðtogar. 

kl. 18.00 Aðventukvöld Seyðisfjarðarkirkju. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur og leiðir almennan safanaðarsöng. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Fermingarbörn aðstoða í stundinni. 

24. desember :

Á aðfangadegi jóla verður aftansöngur klukkan 18. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng, undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur organista. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. 

25. desember :

Á jóladag verður hátíðarguðsþjónusta klukkan 14. Kór Seyðisfjarðrakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Sigurbjörg Kristínardóttir. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Guðsþjónusta á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar klukkan 15. 


Skaftfell, miðstöð menningar

 

Hvít sól í sýningarsalnum

Listahópurinn IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) rýnir í samband manneskjunnar við sólina á yfirstandi sýningu Skaftfells, "Hvít sól". Þar gefur að líta innsetningu sem samanstendur af 24 fánaborðum, einn fyrir hverja klukkustund í sólarhring. Saman mynda fánarnir sólargang og litaskali þeirra kallast á við litróf sólarupprás og sólseturs. Hljóðmynd eftir tónskáldið Daníel Helgason ómar um salinn og túlkar sólarhringinn.

Sýningin stendur í yfir á myrkasta tímabili ársins og Seyðfirðingar eru hvattir til að nýta sér þetta athvarf til að lyfta sér upp, fá smá sól í kroppinn.

 

Gildi náttúrunnar á Vesturveggnum

Sýningarrýmið Gallerí Vesturveggur, sem er staðsett í Skaftfell Bistró, hefur genguð í endurnýjun lífdaga. Um þessar mundir stendur yfirr sýningin Gildi náttúrunnar þar sem þýski listamaðurinn Philipp Valenta sýnir tvær seríur, Síldarævintýri og Grasasafn.


Skaftfell bistró

Opnunartímar yfir hátíðarnar :

Aðfangadagur: Lokað

Jóladagur: Lokað

 

Gamlársdagur: Lokað

Nýársdagur: Lokað


Skötuveisla

Skötuveisla verður þann 23. desember í Sæbóli, frá kl. 12:00 – 14:00. Á boðstólunum verður skata og saltfiskur frá Kalla Sveins. Aðgangseyrir verður litlar kr. 3500 og rennur allur ágóði af viðburðinum beint í fyrirhugaða stækkun Sæbóls sem fyrirhuguð er á nýju ári. Ef einhverjar spurningar vakna heyrið í Þengli sími: 867-2461 eða í tölvupósti isolfursey@simnet.is

Kveðja
Björgunarsveitin Ísólfur og Slysavarnardeildin Rán

P.s. það verða einhver sæti á neðri hæð fyrir þá sem treysta sér ekki upp...


Sundhöll

Opið verður sem hér segir :

föstudag 28. desember frá kl. 07:00 - 10:00 & 16:00 - 20:00

laugardag 29. desember frá kl. 13:00 - 16:00

Opnar aftur miðvikudag 2. janúar 2019


 

 

hsam