Áhaldahús - þjónustustöð

Áhaldahús - þjónustustöð
Ránargata 2
Sími : 470-2350
Netfang : ahaldahus@sfk.is
Bæjarverkstjóri Gunnlaugur Friðjónsson


Áhaldahúsið sér um margvísleg verkefni sem lúta að rekstri eigna kaupstaðarins, opnum svæðum, götum, gangstéttum og veitukerfum.

Jafnframt þjónustar áhaldahúsið starfsemi kaupstaðarins og annast eftirlit með gæludýrahaldi. Tekið er við tilkynningum vegna þess í síma 861-7731 en einnig er hægt að senda tilkynningu í gegnum vef kaupstaðarins.

Utan venjubundins dagvinnutíma er hægt að ná sambandi við bæjarverkstjóra í 896-1505 ef um áríðandi tilvik er að ræða. Þau geta t.d. tekið til frávika í vatnsveitu, fráveitu eða gatnakerfi. Jafnframt er tekið við ábendingum sem varða húsnæði í eigu kaupstaðarins.