Ferðaþjónusta

SeyðisfjörðurFerðaþjónusta á Seyðisfirði hefur á undanförnum árum farið ört vaxandi og fjölgar þeim ferðamönnum hratt sem heimsækja „fjörðinn fagra“ heim.

Bærinn hefur upp á ýmislegt að bjóða og má þar til að mynda nefna fjölbreytt úrval veitingaþjónustu og gistiþjónustuaðila, kayakleigu yfir sumartímann, mikla möguleika til útivistar allt árið um kring, sundlaug með heitum pottum og sauna, vel búna íþróttamiðstöð með heitum potti og steinagufu, menningarmiðstöð og söfn.

 

VisitSeydisfjordur