Dýrahald

DýrahaldÁ Seyðisfirði er hunda-, katta- og gæludýrahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í samþykktum um dýrahald á Seyðisfirði. Áhaldahús Seyðisfjarðarkaupstaðar fer með dýraeftirlit.

Hundar og kettir eru skráningarskyldir frá 3. mánaða aldri, auk þess þarf að skrá dýr innan mánaðar eftir að það kemur á nýtt heimili. Þá þarf gjarnan að tilkynna afskráningu innan mánaðar ef hundur eða köttur skiptir um heimili eða deyr.

Greitt er fyrir leyfi til hunda- og kattahalds skv. gjaldskrá, en árlegt leyfisgjald er sent út í greiðsluseðli fyrri hluta árs. Innifalið í leyfisgjaldinu er ormahreinsun og trygging gagnvart þriðja aðila. Þegar hundur eða köttur er afskráður er eiganda endurgreitt leyfisgjald hlutfalllega m.v. líðandi ár.

Boðun um ormahreinsun er send út árlega, að hausti. Skylt er að mæta með dýrin í hana.

Hægt er að koma tilkynningum og ábendingum í gegnum vefsíðuna eða á netfangið ahaldahus@sfk.is.

Dýraeftirlitsmaður sími 861-7731

 

Nýi hundurinn - grein fengin af síðu Hundaræktarfélagi Íslands

Kvörtun vegna dýrahalds

captcha