Hagavöllur, golfvöllur

Golfklúbbur SeyðisfjarðarHagavöllur

Hagavöllur er 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Vinalegur golfskáli mætir þér áður en þú gengur á 1. teig.

Kostir svæðisins eru breiðar brautir, kyrrðin/lognið og nálægð fjallahringsins. Unnið er að frekari uppbyggingu svæðisins og að gera góðan golfvöll enn betri. Frekari upplýsingar í golfskála eða hjá Þorvaldi Jóhannssyni sími 894-5493 .