Íþróttir

UmhverfiÍþróttalíf á Seyðisfirði er blómlegt og í mikilli uppbyggingu. Má þar meðal annars nefna fótbolta, blak, strandblak, sund, sjósund, hlaupahóp, badminton, jóga, gönguklúbb, skíði og fleira.

Íþróttamannvirki kaupstaðarins má finna í miðbænum, en þar standa bæði Sundhöll og Íþróttamiðstöð. Flóðlýstur sparkvöllur með gervigrasi sem og strandblakvöllur eru einnig miðsvæðis og til afnota fyrir almenning. Fótboltavöllur stendur við Garðarsveg og þar æfir meistaraflokkur karla á sumrin. Flóðlýst skíðasvæði er í Stafdal. 

Árið 2013 var haldið upp á 100 ára afmæli íþróttafélagsins Hugins með pompi og pragt. Á myndinni má sjá þegar 100 gulum Huginsblöðrum var sleppt í tilefni afmælishátíðarhalda.