Samgöngur

NorrönaVegsamgöngur við Seyðisfjörð eru um Seyðisfjarðarveg um Fjarðarheiði. Hluti stofnbrauta í kaupstaðnum eru í umsjón Vegagerðarinnar. Það eru Vesturvegur, Ránargata, Fjarðargata, Lónsleira, Austurvegur, Hafnargata og Strandarvegur. Stofn- og tengivegir innanbæjar eru að öðru leyti í umsjón Seyðisfjarðarkaupstaðar svo og sveitarfélagavegir beggja vegna fjarðar, upp á Vestdal og frá þjóðveginum út að snjóflóðavarnargörðum í Bjólfi.


Seyðisfjarðarhöfn er ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Dýpi er mikið og skjól gott vegna hárra fjalla. Reglubundnar ferjusiglingar eru milli Seyðisfjarðar um Færeyjar og til Danmerkur.


Flugvöllur er á Egilsstöðum fyrir innanlandsflug. Um hann fer áætlunarflug innanlandsflugsins auk þess leiguflug milli landa. Hann er jafnframt varaflugvöllur fyrir millilandaflug.


Sjá einnig