Seyðisfjarðarhöfn

Hafnarvog
SeyðisfjarðarhöfnHafnargötu 52A
Sími : 470-2360 / 862-1424
Fax : 472-1574
Netfang : port@sfk.is

Hafnarstjóri 
Bæjarstýra
Sími : 470-2304
Netfang : adalheidur@sfk.is

Markaðsstjóri
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Sími : 861-7789
Netfang : alla@seydisfjordurport.is


Um höfnina

Seyðisfjarðarhöfn er skjólgóð, fjörðurinn djúpur og skerjalaus. Höfnin er hin íslenska heimahöfn bíla- og farþegaferjunnar Norrænu, en hún siglir á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur vikulega, árið um kring. Koma skemmtiferðaskipa hefur aukist ár frá ári og þjónusta við skip og farþega er eins og best verður á kosið.


Vefsíða

Vefsíða hafnarinnar er seydisfjordurport.is en þar má meðal annars finna gjaldskrá, lista yfir komur skemmtiferðaskipa, kort, ljósmyndir og tæknilegar upplýsingar um aðstöðu hafnarinnar.


Starfsemi

Almenn hafnarþjónusta:
Seyðisfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu eða legu fyrir skip og báta afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007. 

Vigtun:
Byggir á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla. Þar segir m.a. að allur afli skal veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun aflans og skal vigtun afla vera lokið innan tveggja klukkustunda frá því að löndun lauk. Skal við vigtunina nota löggilta vog í eigu viðkomandi hafnar. Vigtun skal framkvæmd af starfsmanni hafnar sem hlotið hefur til þess löggildingu.

Hafnsaga:
Byggir á lögum nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Þar er m.a. kveðið á um hafnsögu og leiðsögu skipa, skyldur leiðsögumanns, umboðsmanns skips o.fl.


Opnunartími og vakt

Virka daga:
Opið er frá kl. 08:00 - kl.12:00 og kl.13:00 - kl.18:30 virka daga.

Sunnudaga:
Opið er frá kl. 15:00 til kl. 19:00.

Engin bakvakt er og útköllum því ekki sinnt frá kl. 22:00 til kl. 06:00, nema ef um neyðartilfelli sé að ræða.  

Sími er á hafnarvog er 470-2360

  • Þeir sem óska eftir þjónustu utan venjulegs vaktatíma verða að biðja um hana fyrir kl. 18:30  í síma 470-2360 eða 862-1424.
  • Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöðu eftir að löndun sjávarafurða lýkur.
  • Tilkynning um komu til hafnar og ósk um lóðsþjónustu skal berast með sólarhrings fyrirvara (24 klst.) í síma Seyðisfjarðarhafnar.
  • Ef óskað er eftir lóðsþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.