Sorphreinsun

Á Seyðisfirði er þriggja tunnu sorphirðukerfi. Hvert heimili fær afhentar þrjár tunnur til flokkunar á endurvinnanlegan úrgang. Eina fyrir almennan úrgang (grá tunna), aðra fyrir flokkaðan úrgang (græn tunna) og þá þriðju fyrir lífrænan úrgang (brún tunna). Sorphreinsun fyrir sveitarbæi er á sömu dögum og sorphreinsun fyrir kaupstaðinn. 

Íslenska Gámafélagið Egilsstöðum sér um sorphreinsun á Seyðisfirði. Hægt er að hafa samband þangað í síma 471-1111 eða á netfangið egilsstadir@gamur.is 

 


Opnunartími móttökustöðvar

Alla virka daga frá klukkan 13:00 til 17:00 og laugardaga frá klukkan 11:00 til 14:00. Lokað á sunnudögum. 
Starfsmenn móttökustöðvarinnar leiðbeina og aðstoða íbúa við losun úrgangs. 

Sími á móttökustöðinni er 840-5852 


Opnunartími endurvinnslu / dósamóttöku

Flösku- og dósamóttakan verður opin sem hér segir :

3. og 17. janúar
7. og 21. febrúar
7. og 21. mars
4. apríl
2. og 16. maí
6., 13., 20. og 27. júní
4., 11., 18. og 25. júlí
1., 8., 15., 22. og 29. ágúst
5., 12., 19. og 26. september

 

Opið verður frá klukkan 15-17.