Snjómokstur

SnjómoksturskortStarfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðarkaupstaðar sjá um snjómokstur á Seyðisfirði. Hér að neðan má sjá snjómoksturskort fyrir bæinn og hvernig forgangsatriðum er háttað. Smellið á kortið til að stækka það.


Forgangsleiðir

Rautt, forgangur 1 : Ránargata að áhaldahúsi, Austurvegur, Hafnargata, Strandarvegur að Flísarhúsalæk, Suðurgata að sjúkrahúsi, Fjarðargata og Lónsleira, Vesturvegur að Gilsbakka, Garðarsvegur að leikskóla, bílastæði við íbúðir aldraðra og stígur þaðan að sjúkrahúsi og Skólagata.

Appelsínugult, forgangur 2 : Miðtún, Brekkugata, Múlavegur að Dagmálalæk og botnlangi við Dagmálalæk, Suðurgata ofan sjúkrahúss og Gilsbakki.

Blátt, forgangur 3 : Garðarsvegur að Rarik, Hlíðarvegur, innsti hluti Múlavegar, botnlangi við Austurveg að dælustöð og botnlangi að Múlavegi 27. Vesturvegur að Langatanga, Fjarðargata höfn, Bjólfsgata að Lónsleiru, Oddagata að Hótel Öldu, Norðurgata og Öldugata að Framnesi.

Gult, forgangur 4 : Leirubakki, Fjarðarbakki, Hamrabakki, Árbakki, Dalbakki, Árstígur, Garðarsvegur að Þórsmörk, Túngata, Baugsvegur, Brattahlíð, Botnahlíð, Gamli Austurvegur og Fossgata

Grænt, forgangur 5 : Oddagata, Fjörður, botnlangar við Múlaveg, Hafnargötu, Austurveg og Hlíðarveg.