Get the Flash Player to see this player.
 
ForsÝ­a
 
Fyrsta skemmtifer­askip sumarsins ß Sey­isfir­i
Mi­vikudagur, 27 AprÝl 2016

Föstudaginn 28. apríl næst komandi er von á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Seyðisfjarðarhafnar þetta árið. Um er að ræða skemmtiferðaskipið Magellan, en með skipinu koma um 1200 gestir frá Bretlandi. 30 komur skemmtiferðaskipa eru bókaðar til viðbótar hjá Seyðisfjarðarhöfn fyrir árið 2016, og teygist tímabilið fram í september. Síðasta koman er bókuð 2. september. Með skemmtiferðaskipum koma því í heimsókn til Seyðisfjarðar um 18.000 gestir.  Sjá má lista yfir skipakomur og fleira hér.

Meðfylgjandi er ljósmynd sem Ómar Bogason tók af stærsta skipinu sem heimsótti okkur tvisvar í fyrra, skipið heitir Costa Fortuna. Í ár kemur annað skip frá sama skipafélagi en það heitir Costa neoRomantica. 

Skemmtiferðaskip.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 
Tilkynning frß Skaftfelli
Ůri­judagur, 26 AprÝl 2016

Myndlistarnámskeið Skaftfells fyrir börn frestast um viku. Enn eru nokkur pláss laus í mótun fyrir 6-10 ára og teikningu fyrir 11-15 ára. Námskeiðin fara fram á tímabilinu 2. maí til 3. júní. Nánari upplýsingar er að finna á skaftfell.is

 
Vornßmskei­ fyrir b÷rn og fullor­na
Ůri­judagur, 19 AprÝl 2016

Skaftfell býður upp á þrjú vornámskeið fyrir börn og fullorðna á komandi vikum. Mótun fyrir börn, á aldrinum 6-10 ára, hefst 26. apríl og stendur til 27. maí. Teikning fyrir börn, á aldrinum 11-15 ára, hefst 25. apríl og stendur til 30. maí. Á báðum námskeiðum er kennt tvisvar í viku og leiðbeinandi er Þórunn Eymundardóttir. Ljósmyndanámskeið fyrir fullorðna hefst fimmtudaginn 12. maí kl. 16:30 undir leiðsögn Nikolas Grabar. Kennd verða helstu tæknilegu stillingar DSLR myndavéla og grunnatriði myndbyggingar. Alls eru sjö kennslutímar, í þrjár klst hver. Nánari upplýsingar hér.

 
Til upplřsinga
Ůri­judagur, 19 AprÝl 2016

Jóhanna Thorsteinsson hefur látið af störfum sem skólastjóri Leikskólans Sólvalla. Ásta Guðrún Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri tekur við stjórn skólans til loka skólaársins, það er til og með 31. júlí 2016. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu kaupstaðarins.

Seyðisfjarðarkaupstaður. 

 
Nřr Sey­fir­ingur
Fimmtudagur, 14 AprÝl 2016

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í morgun Sigrúnu Ísold, dóttur Dagnýjar Erlu Ómarsdóttur og Haraldar Björns Halldórssonar. Sigrún Ísold er annað barn þeirra Dagnýjar og Halla, en fyrir eiga þau dótturina Margréti Móeiði fædda 2014. Sigrún Ísold er fædd 1. desember 2015 á Landsspítalanum. Hún var lítil og nett við fæðingu, eða 46 cm og 2540 gr. Dagný flaug suður þann 30. nóvember, þorði ekki annað vegna slæmrar veðurspár, sem var eins gott, því Sigrún Ísold kom í heiminn daginn eftir. Halli hins vegar var veðurtepptur á Seyðisfirði og sá því lilluna sína í fyrsta sinn í videósamtali. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með gullmolann. Myndir af nýjum Seyðfirðingum má finna í albúmi.

Halli, Dagný, Sigrún Ísold og Vilhjálmur.

Heimsóknin í þetta sinn var skemmtilega óvenjuleg þar sem Sigga Lund sjónvarps- og fréttakona hjá N4 fékk að fylgja með, ásamt aðstoðarmanni sínum. Hún ætlar að gera þessari skemmtilegu hefð, þar sem bæjarstjóri heimsækir nýfædda Seyðfirðinga, skil í þættinum "Að austan" sem sýndur er á N4 á fimmtudögum. Ekki er enn ákveðið hvenær þessi þáttur verður sýndur, en það verður tilkynnt þegar dagsetning liggur fyrir.

 
Fundarger­ bŠjarstjˇrnar
Fimmtudagur, 14 AprÝl 2016

Vakin er athygli á nýrri fundargerð bæjarstjórnar, frá því í gær, miðvikudaginn 13. apríl. Fundargerðir bæjarstjórnar má finna hér

 


 
Fimmtudagur 28. apríl
 Úr myndasafni
Litlu jˇlin Ý kirkjuskˇlanum, 14. desember 2010.
Ýmislegt
A­alskipulag 2010-2030
A­sendar greinar
Almannavarnir
Deiliskipulag ß hafnarsvŠ­i - skipulagslřsing
Ey­ubl÷­ / umsˇknir
Fjallagarpar Sey­isfjar­ar
Fj÷lmenningarsetur
GJALDSKR┴R
Island.is
Laust h˙snŠ­i hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Laus st÷rf hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Lˇnsleira
Myndir
Pˇstlisti
Sey­fir­ingafÚlagi­
Sey­fir­ingar vikunnar
Sey­isfjar­arpˇsturinn
Snjˇmoksturskort
Sorpflokkun
Sveitastjˇrnarkosningar 2014
StrŠtisvagnar Austurlands
Upplřsingarit fyrir nřja Ýb˙a
┌tgefi­ efni
Ve­ri­ ß Austurlandi
VefmyndavÚlar
Vefsjß um Sey­isfj÷r­
Visit Seydisfjordur
Nýjustu fundargerðir
Viðburðir

Seyðisfjarðarkaupstaður - Hafnargötu 44 - 710 Seyðisfjörður - Sími 470 2300 - Fax 472 1588 - sfk@sfk.is - Kt. 560269-4559