Get the Flash Player to see this player.
 
ForsÝ­a
Advertisement
SÝ­asta sřningarhelgi ľ Landslag hjartans
F÷studagur, 03 J˙lÝ 2015

Framlags Skaftfells til 120 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar var sýningin Landslag hjartans sem opnaði föstudaginn 26. júní. Sýning stendur í skamman tíma og þessa helgi eru síðustu forvöð að virða verkin fyrir sér.

Til sýnis eru úrval listaverka í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar undir sýningarstjórn Þórunnar Eymundardóttur. Elsta verkið á sýningunni er frá 1861 eftir H.A.G. Schiøtt sem var gefið kaupstaðinum í tilefni af 100 afmæli hans. Einnig eru til sýnis málverk eftir Eggert Guðmundsson, Emanuel A. Petersen, G. Wiseman, Garðar Eymundsson, Kristján Hall, Ólöfu Birnu Blöndal og Sigurð Baldvinsson. Nýjasta verkið er Seyðisfjarðarskyggnur eftir Dieter Roth sem byggir á slidesmyndum sem Dieter tók af húsum bæjarins veturinn 1988 og sumarið 1995. Ennfremur er Frásagnasafnið til sýnis, sem var tveggja ára söfnunarverkefni sem Skaftfell stóð fyrir að frumkvæði svissneska listamannsins Cristoph Büchel og samanstendur af 214 frásögnum bæjarbúa tekin á tímabilinu 2011-2012.

Lesa meira...
 
Fri­arhlaupi­ ľ Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run 2015
F÷studagur, 03 J˙lÝ 2015

Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna. Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Smella á lesa meira til að sjá alla fréttina.

Friðarhlaupið verður miðvikudaginn 8. júlí á Seyðisfirði. Hlaupið hefst klukkan 14 við golfskálann.

Lesa meira...
 
Sˇlveigartorg - 100 ßra kosningarafmŠli kvenna
Fimmtudagur, 02 J˙lÝ 2015

Þann 19. júní síðast liðinn var bæjartorginu á Seyðisfirði gefið nafn í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Torgið fékk nafnið Sólveigartorg í höfuðið á Sólveigu Jónsdóttur, sem árið 1910 varð fyrsta konan í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og reyndar á Austurlandi öllu.

19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.

Forseti bæjarstjórnar, Arnbjörg Sveinsdóttir, hélt stutta tölu meðal annars um jafnréttisbaráttuna og óskaði svo eftir atkvæðakosningu um tillögu bæjarstjórnar til nafnsins. Tillagan var samþykkt með meiri hluta atkvæða. Séra Sigríður Rún blessaði nafnið, sem og torgið, og nýtt skilti var afhjúpað. 

19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.
 
Lesa meira...
 
Starfsma­ur Ý Ý■rˇttami­st÷­
Fimmtudagur, 02 J˙lÝ 2015

Auglýst er eftir duglegum, ábyrgðarfullum, sjálfstæðum og þjónustulunduðum starfsmanni við afleysingu í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Um er að ræða 100% starf í ca 4 vikur í júlí/ágúst. Vinnutími er frá 8-13 og 16-19 alla virka daga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og FOSA. Starfið hentar bæði konum og körlum.

Upplýsingar gefur forstöðumaður, Kristín Klemensdóttir, í síma 472-1501 og 861-7787. 

 
Tilkynning til hjˇlabrettai­kenda
Ůri­judagur, 30 J˙nÝ 2015

Þar sem undirlagið á vellinum við gamla skóla er svo gróft er búið er að færa hjólabrettasvæðið inn í botnlangann við Múlaveg (fyrir ofan Rarik). Þar er malbikið nýtt og sléttara og því skemmtilegra að renna sér þar. Þessi lausn er tímabundin en unnið er að því að koma svæðinu fyrir á varanlegan stað á grunninum við nýja skóla. Til þess að það sé hægt þarf að tryggja fjármagn til að vinna undirlagið þar. 

 
Hittumst og spj÷llum saman!
Ůri­judagur, 30 J˙nÝ 2015

Börnum og unglingum í 1.-10. bekk býðst að koma saman, ásamt foreldrum eða forráðamönnum, vegna þess atburðar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur áhrif á allt samfélagið okkar. Við vitum að börnin eru að velta ýmsu fyrir sér, þau heyra margt en skilja ekki allt og spurningar vakna. Markmiðið með fundinum er að við foreldrar styðjum hvert annað í ábyrgri umræðu um erfitt mál við börnin okkar. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að meta aldur og þörf barna sinna og mæta með þeim á fundinn. Fundurinn verður í fundarsal íþróttahússins klukkan 17:00 á morgun, miðvikudaginn 1. júlí. Umsjónarmenn verða Sigríður Rún prestur og Eva Björk forvarnarfulltrúi.

Allir velkomnir. 

 


 
Laugardagur 4. júlí
 Úr myndasafni
Tˇnf÷ndur og trommuslßttur Ý Tˇnlistarskˇlanum sunnudaginn 7. mars 2010.
Ýmislegt
A­alskipulag 2010-2030
A­sendar greinar
Almannavarnir
Deiliskipulag ß hafnarsvŠ­i - skipulagslřsing
Ey­ubl÷­ / umsˇknir
Fjallagarpar Sey­isfjar­ar
Fj÷lmenningarsetur
GJALDSKR┴R
Island.is
Laust h˙snŠ­i hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Laus st÷rf hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Lˇnsleira
Myndir
Pˇstlisti
Sey­fir­ingafÚlagi­
Sey­fir­ingar vikunnar
Sey­isfjar­arpˇsturinn
Snjˇmoksturskort
Sorpflokkun
Sveitastjˇrnarkosningar 2014
StrŠtisvagnar Austurlands
Upplřsingarit fyrir nřja Ýb˙a
┌tgefi­ efni
Ve­ri­ ß Austurlandi
VefmyndavÚlar
Vefsjß um Sey­isfj÷r­
Visit Seydisfjordur
Nýjustu fundargerðir
Viðburðir

Seyðisfjarðarkaupstaður - Hafnargötu 44 - 710 Seyðisfjörður - Sími 470 2300 - Fax 472 1588 - sfk@sfk.is - Kt. 560269-4559